Badminton – Unglingamót TBS

Unglingamót TBS 😊

Helgina 29. – 30. september mun Tennis og Badmintonfélag Siglufjarðar halda hið árlega Unglingamót TBS. Keppt verður í aldursflokkum U9 – U19 í einliða-, tvíliða- og tvenndarleik og hefst keppni stundvíslega kl. 09:00 á bæði laugardag og sunnudag. Keppnisgjöld eru eftirfarandi:

                                            Einliðaleikur: 2.000 ,-

                                            Tvíliðaleikur: 1.500 ,-

                                            Tvenndarleikur: 1.500 ,-

Á næstu æfingu, miðvikudaginn 12. september, mun Ivalu kynna mótið fyrir badmintoniðkendum Samherja og athuga hvort áhugi sé fyrir hendi, að auki munu krakkarnir fá miða með sér heim sem inniheldur helstu upplýsingar um mótið. Ef tekin er ákvörðun um að fara á mótið er vonandi vel mögulegt að sameina í bíla á Siglufjörð auk þess sem gott væri að fá nokkra foreldra og/eða forráðamenn til að slást í hópinn, nánar um það síðar.

Skráningar sendist á netfangið ivalufalck@gmail.com eða í síma 659 1334 í síðasta lagi föstudaginn 21. september. Einnig er velkomið að hafa samband í fyrrnefnt netfang eða símanúmer fyrir frekari upplýsingar eða ef eitthvað er óljóst.