Badminton mót á Þorlákshöfn laugardaginn 7. febrúar

Laugardaginn 7. febrúar fer fram Unglingameistaramót í badminton í B&C flokki. Mótið fer fram í Þorlákshöfn og spilað er í flokkum U11-U19. Undanfarin ár hefur farið nokkuð fjölmennur hópur frá Samherjum á þetta mót og haft gaman af. Þar sem spilað er í B&C flokki hentar þetta mót nánast öllum sem eitthvað kunna í badminton. Lagt verður af stað til Þorlákshafnar á föstudeginum og keyrt heim að móti loknu á laugadeginum. Samherjar greiða niður þetta mót fyrir keppendur sína og standa straum af kostnaði (akstri, gistingu, og keppnisgjöldum). Við hvetjum alla sem hafa verið að taka þátt í badmintoninu í vetur til að skrá sig hjá Sonju þjálfara í síma 699-3551. Skráningu lýkur raunar í dag, svo nú er um að gera að hafa hraðar hendur 🙂