Badminton – Íslandsmót unglinga 2018

Íslandsmót unglinga verður haldið á Akranesi helgina 9. – 11. mars nk.  Leikið verður í íþróttahúsinu við Vesturgötu og mun mótið hefjast föstudaginn 9.. mars en það fer eftir skráningu hvenær dagsins það verður en vera má það hefjast kl 9 að morgni til ef skráning verður mikil. Nánari tímasetningar verða tilkynntar þegar allar skráningar hafa borist.

Keppt verður í öllum flokkum unglinga; U11, U13, U15, U17 og U19.

Í öllum flokkum verður leikið í einliðaleik, tvíliðaleik og tvenndarleik. Á það líka við U11.

Boðið verður upp á gistingu annaðhvort í íþróttahúsinu eða í skólanum þar við hliðina á. Mun morgunverður fylgja þar með.

Vinsamlega athugið að íþróttahúsið við Vesturgötu er hnetufrítt svæði. Allar vörur með hentum eru bannaðar í íþróttahúsinu. Flest orkustykki (t.d. Corny) innihalda hnetur, margar kextegundir og fleira.

Síðasti skráningardagur á þetta mót er laugardagurinn 24. febrúar og óskast skráningar sendar á netfangið sonja@internet.is.

Gaman væri að sjá sem flesta iðkendur UMF Samherja taka þátt í þessu móti en það er þeim að kostnaðarlausu.