Íþróttaskóli 2-5 ára

Íþróttaskóli Umf. Samherja fer aftur af stað í mars með fyrirvara um næga þátttöku. Íþróttaskólinn er fyrir börn á aldrinum 2-5 ára og er settur upp í leikja- og þrautabrautarformi þar sem foreldrar taka virkan þátt og fylgja sínu barni eftir.

Íþróttaskólinn verður á laugardögum á tímabilinu 07.03. – 04.04., samtals fimm skipti, frá kl. 09:15-10:00. Eins og áður er mikilvægt að börnin komi í þægilegum fötum og gert er ráð fyrir að þau verði berfætt.

Umsjón með Íþróttaskólanum hefur Sonja Magnúsdóttir. Kostnaður er 3.000 kr. fyrir barn og fer skráning fram hjá umsjónarmanni í netfangið sonja@internet.is, þar sem fram þarf að koma kennitala og fullt nafn barns og forráðamanns ásamt símanúmeri.

Sjáumst í íþróttahúsinu 🙂

Unglingamót Þórs, Þorlákshöfn, í badminton

Unglingamót Þórs verður haldið laugardaginn 29. febrúar í Íþróttamiðstöðinni í Þorlákshöfn. Mótið er fyrir börn og unglinga, U9 – U19, í B- og C-flokk. Mótið er opið öllum sem ekki hafa unnið til verðlauna á opnum mótum fyrir félagið sitt eða deild. Mótið hefst stundvíslega kl. 10 og byrjað verður á einliðaleikjum hjá U9-U11.

Í U13 – U19 verður keppt í einliða- og tvíliðaleik, keppnisfyrirkomulag fer eftir þátttöku og áskilur mótstjórn sér rétt til að sameina flokka ef þátttaka er lítil í einstaka flokkum. Mótsgjöld eru 1500 kr í einliðaleik og 1200 kr í tvíliðaleik. Hægt er að fá gistingu í skólanum en hann er við hliðina á íþróttahúsinu. Þeir sem hafa áhuga á gistingu geta haft samband við Sirrý í síma 692-0641, með góðum fyrirvara.

Skráning á mótið er hjá Jóa þjálfara, joikjerulf@gmail.com, en skráningar þurfa að berast í síðasta lagi mánudaginn 24. febrúar.

Framundan í badmintoninu

Síðasta æfing fyrir jólafrí hjá yngri hópunum verður laugardaginn 21.12. en þá mun æfingarhópunum verða skellt saman og farið í hópleiki og pakkaleik, eins og tíðkast hefur undanfarin ár. Æfingin er því frá 10-12 og verður boðið upp á pizzu í lok tímans 🙂

Laugardaginn 28.12. ætlum við að vera með lítið jólamót fyrir bæði börn og fullorðna og fá til okkar smásamkeppni frá Akureyri en fyrst og fremst ætlum við að hafa gaman. Mótið hefst kl. 10 hjá yngri hópum en kl. 14 hjá fullorðnum, með fyrirvara um fjölda þátttakenda. Ekki verður kynjaskipt og einhverjum hópum verður hugsanlega blandað saman. Skráning er hjá Jóa, þjálfara, í netfangið joikjerulf@gmail.com en skráningar þurfa að berast fyrir 26. desember. Þátttökugjald er kr. 1500.- fyrir fullorðna.

Hlökkum til að sjá sem flesta á milli jóla og nýárs 😊

Badminton – unglingamót á Sigló

Unglingamót í badminton verður haldið í íþróttahúsinu á Siglufirði, laugardaginn 7. desember. Keppni hefst stundvíslega kl. 10.

Keppt verður í einliða- og tvíliðaleik í flokkum U-11 – U-17.

Mótsgjöld: Einliðaleikur 1000.-, tvíliðaleikur 1500.-

Þjálfari tekur á móti skráningum til sunnudagsins 01. desember.

Væri gaman að sjá sem flesta þátttakendur 🙂

Haustmót KA í badminton

Haustmót KA í badminton verður haldið í KA–húsinu á Akureyri 28.-29. september n.k.

Mótið hefst kl 9:00 á laugardeginum og gert ráð fyrir að ljúka mótinu fyrir 16:00 á sunnudeginum.

Keppt verður í öllum greinum í flokkum U11-U19 ef næg þátttaka fæst

Gert er ráð fyrir að mótið verði sett upp með eftirfarandi hætti

  • Riðlakeppni í einliðaleik.
  • Útsláttarkeppni í tvíliða og tvenndarleik.

Mótsgjöld: 2.000 kr pr. keppanda óháð fjölda greina

Skráning er hjá Ara þjálfara til laugardagsins 21. september.