Vorfjarnám 2012 í þjálfaramenntun

Vorfjarnám 2. stigs þjálfaramenntunar ÍSÍ mun hefjast mánudaginn 13. febrúar nk. og tekur það fimm vikur.  Um er að ræða samtals 40 kennslustunda nám og er þátttökugjald kr. 18.000.-  Námið er almennur hluti þjálfaramenntunar ÍSÍ og gildir jafnt fyrir allar íþróttagreinar.  Það er sjálfstætt framhald náms á 1. stigi þjálfaramenntunar ÍSÍ eða sambærilegs náms, s.s. náms í ÍÞF 1024.

Skráning er á namskeid@isi.is eða í síma 514-4000 og þarf henni að vera lokið fyrir fimmtudaginn 9. febrúar. Með skráningu þarf að fylgja fullt nafn, kennitala, heimilisfang, netfang og símanúmer.  Rétt til þátttöku hafa allir sem lokið hafa 1. stigi alm. hluta eða sambærilegu námi. 

 Allar nánari uppl. um fjarnámið og aðra þjálfaramenntun ÍSÍ gefur sviðsstjóri Þróunar- og fræðslusviðs í síma 460-1467 eða á vidar@isi.is  

Nýr fótboltaþjálfari

Mánudaginn 16. janúar mun nýr fótboltaþjálfari hefja störf hjá okkur í Samherjum. Það er hann Eyþór Bjarnason sem tekur við starfi Egils Daða sem óskaði eftir að láta af störfum af persónulegum ástæðum.

Eyþór Bjarnason er með mikla reynslu af fótboltaþjálfun barna og unglinga og hefur lokið nauðsynlegum námskeiðum.

Um leið og við þökkum Agli Daða fyrir vel unnin störf bjóðum við Eyþór hjartanlega velkominn til starfa.

Stjórn Samherja

Æfingatafla vorannar

Slóð á æfingatöflu vorannar má sjá hér til vinstri á síðunni. Taflan er með mjög svipuðu sniði og á haustönn fyrir utan fótboltaæfingarnar sem breytast lítilega.

Eftir áramót munu 5. og 6. flokkur æfa saman á mánudögum og miðvikudögum og 7. flokkur æfir nú einnig á mánudögum og miðvikudögum.

Sérstök athygli er vakin á því að leikjaskóli hefst laugardaginn 4. febrúar en hann verður að þessu sinni í umsjá Dagnýjar Lindu Kristjánsdóttur.

Við hvetjum alla til að skoða nýju töfluna og hafa samband ef frekari upplýsingar vantar.

Bestu kveðjur,

Stjórn Samherja

Jólafrí

Síðustu æfingar fyrir jólafrí fara fram í dag, föstudaginn 16. desember. (Fyrir utan áður auglýsta sundæfingu 19/12).

Æfingar á vegum félagsins hefjast að nýju mánudaginn 9. janúar.

Stjórn Samherja óskar iðkendum, forráðamönnum, þjálfurum og velunnurum félagsins gleðilegra jóla og gæfu á komandi ári með þökk fyrir samstarfið á árinu sem er að líða.

Stjórnin

Afreksmannasjóður UMSE

Úthlutað er úr Afreksmannasjóði UMSE, 15. desember n.k.

Umsóknarfrestur i sjóðinn skulu berast skrifstofu UMSE fyrir 1.desember.

Tilgangur sjóðsins er að styrkja eyfirska afreksmenn til æfinga og keppni. Stjórn sjóðsins er stjórn UMSE og sér hún um úthlutun.

Úthlutun úr Afreksmannasjóði skiptist í A og B flokk. Í A flokki hafa þeir rétt til styrkveitinga sem skara fram úr í íþróttagrein sinni t.a.m. eru í landsliði, sigra á Íslandsmeistaramóti, setja Íslandsmet eða á annan hátt sýna að þeir eru afreksmenn í íþróttum. Í B flokki eru styrkveitingar til íþróttafólks sem sýnir stórstígar framfarir í grein sinni. Um er að ræða æfinga og ferðastyrkir til efnilegra íþróttamanna.Til að hljóta styrk þurfa viðkomandi íþróttamenn eða félög þeirra að sækja skriflega um til sjóðsstjórnar og jafnframt að gera grein fyrir ástæðum umsóknarinnar. Einnig getur sjóðsstjórn veitt styrk til einstaklinga eða hóps þó ekki liggi fyrir skrifleg umsókn viðkomandi, telji hún það samkvæmt reglum og anda sjóðsins.

Nánar um reglur sjóðins er að finna á heimasíðu UMSE: www.umse.is