Sundmót á Dalvík 15. maí

Sundmót sem Lions hreyfingin á Dalvík styrkir verður sunnudaginn 15. maí nk. Upphitun hefst kl. 10.00 og mót kl. 10.45. Keppt verður í öllum aldursflokkum. Um mótslok er ekki vitað svo ég mæli með að taka hollt og gott nesti með.
Skráning á mótið fer fram á morgun þriðjudaginn 10. maí á æfingatíma.
Farið verður á einkabílum svo það er um að gera að safna saman í bíla.
Nánari upplýsingar í s. 896-4648, Bíbí

Sundæfingar

Næsta sundæfing verður þriðjudaginn 3. maí.
Fyrir þá sem komast í laugina áður eru hér að tvær æfingar.

Æfing 1

400m upphitun frjálst
8x50m fætur, 4x skrið og 4x bringu/flug
3x 4x25m vaxandi hver 25 (4x í gegn á einu sundi)
100m rólega
2x400m skriðsund, með góðum snúningum og hugsa vel um tæknina
16x12m snúningar – 4 á hverju sundi
200m rólega

Æfing 2
3x200m upphitun 1. skriðsund, 2. drill, 3. fjórsund
4x100m fjórsund hvíla 15
50 fætur skr, 100m bringusund, 150m fjór – eitt sund, 200m skriðsund, 300m baksund, 400m skriðsund vaxandi hver 100m, 300m bringusund, 200m fjórsund, 150m baksund, 100m (kafa 25m, 25 rólega 2x í gegn), 50m fætur skrið.
10x100m skriðsund með froskalappir, hv. 10 á hraða 2-3
200m rólega
Gangi ykkur vel og góða skemmtun 🙂

Æfingabúðir í sundi

Æfingabúðir í sundi verða haldnar um helgina. Æfingabúðirnar eru ætlaðar höfrungum og flugfiskum, litlu hornsílin fá að vera heima í þetta skiptið. Sundkrakkar frá Dalvík og Húsavík verða með okkur.
Dagskráin er sem hér segir:

Venjuleg æfing á föstudag kl. 14.40
Æfing kl. 17.00-19.00 eingöngu fyrir flugfiska (elstu börnin)
19.15 kvöldmatur, kvöldvaka að honum loknum fyrir alla!
Laugardagur:
9.00-10.30 sundæfing fyrir flugfiska (elstu krakkana)
10.30-11.30 æfing fyrir höfrungana (miðhópinn)
12.00 hádegismatur
13.00 leikir í sal
14.30-15.30 æfing fyrir höfrunga
14.30-15.30 æfing fyrir flugfiska
Reynt verður að halda kostnaði í lágmarki en eingöngu er greitt fyrir matinn.
kær kveðja, Bíbí