Jólaæfing

Mánudaginn 19. desember ætlum við að hafa jólasundæfingu. Báðir hópar mæta kl.16.30. Þar sem ég ætla að kaupa eitthvað góðgæti fyrir æfinguna væri gott að fá 300kr frá hverjum sundmanni, ekki síðar en föstudaginn nk. Þeir sem borða ekki nammi koma með eitthvað að heiman.
Hlakka til að sjá ykkur, Bíbí

Sundmót Óðins

Sundmót Óðins verður haldið laugardaginn 3 des.
Þetta er stutt mót þar sem keppt er í 50,100 og 200m greinum ásamt fjórsundi í 100 og 200m.
Veitt verða verðlaun fyrir stigahæstu sundin í hverjum aldursflokki.
Áætlað er að upphitun hefjist klukkan 10 og mótið klukkan 11.
Reiknað er með að hver sundmaður sé skráður í 3 greinar og stungugjöld eru 400 kr pr grein. Gert er ráð fyrir að foreldrar greiði þetta gjald.
Búið er að skrá flesta í Flugfiskum en ég vil fá þau sem flest á þetta mót. Ef einhverjir í Höfrungum eru áhugasamir er þeim að sjálfsögðu velkomið að keppa. Ég nefndi mótið við þau öll á mánudagsæfingunni.
Ef einhver sér sér ekki fært um að mæta bið ég sá hinn sama að senda mér póst á isaksen@akmennt.is
Með sundkveðju, Bíbí

Sundæfingar næstu 2 vikur

Breyting verður á sundæfingum næstu 2 vikurnar.
Æfingar hjá hornsílum falla niður og verður næsta æfing hjá þeim fimmtudaginn 3. nóv.
Höfrungar og Flugfiskar halda sínu skipulagi að mestu leyti. Fimmtudaginn 27. október fellur æfing niður, aðrar æfingar verða Þorgerður Hauksdóttir og Lilja Rögnvaldsdóttir með.
Gangi ykkur vel, hlakka til að sjá ykkur.

Æfingar í vetur

Nú eru æfingar hjá flugfiskunum hafnar á fullu. Höfrungarnir (miðhópurinn) byrjar nk. miðvikudag og svo hornsílin okkar vonandi sem allra fyrst.
Í vetur verða æfingar sem hér segir:

Flugfiskar æfa 4x í viku, mánudaga, miðvikudaga og fimmtudaga kl. 17.30-19.00. Föstudaga kl. 14.15-15.45.
Höfrungar æfa 3x í viku, mánudaga, miðvikudaga og fimmtudaga kl. 16.30-17.30.
Hornsílin æfa 2x í viku, mánudaga og miðvikudaga kl. 16.00-16.30. Æfingarnar verða í formi námskeiða fyrir og eftir áramót. Nánar auglýst síðar.
Birt með fyrirvara um breytingar.
Hlakka til að starfa með ykkur í vetur 🙂
með sundkveðju, Bíbí

Síðustu æfingar vetrarins

Þá fer vetrinum að ljúka hjá okkur í sundinu. Hornsílin okkar eru hætt sem og höfrungarnir. Síðasta æfing flugfiskanna verður nk. fimmtudag en þá ætlum við að hittast í Sundlaug Akureyrar kl. 14.00. Foreldrar og systkini eru að sjálfsögðu velkomin. Ætlunin er að vera þar og hafa gaman til ca. 15.30 og skella okkur þá í Brynju. Því verða allir að koma með pening í sund og með pening fyrir ís.
Í leiðinni vil ég þakka fyrir frábæran vetur og hlakka til að sjá ykkur aftur sem fyrst, Bíbí.