Æfingar barna um jól og áramót

Á morgun föstudag verður boltatími strax eftir að skóla líkur kl.12 en engin skák. Á laugardaginn er jólatími í badmintoni. Eftir það eru allar greinar komnar í jólafrí fram yfir áramótin. Óskum öllum gleðrilegra jóla í jólakúlunni ykkar 🙂

Nóri • skráningar-greiðslur-samskipti

Foreldrar barna sem æfa hjá Samherjum vinsamlegast kynnið ykkur eftirfarandi.

Ungmennafélagið er að taka upp kerfi sem heitir Nóri, hugbúnaður sem nýtist okkur á marga vegu. Allar skráningar og greiðslur fara fram þar og ætlunin er að þjálfarar skrái mætingar barna þar inn og geti verið í milliliðalausum samskiptum við foreldra um mætingar og mót o.s.frv. Því væri æskilegt að fara í gegnum þetta skráningar/greiðsluferli núna í lok annar, sæki appið og skoði málin. Allir taka stóra skrefið eftir áramótin .

Enn eiga einhverjir foreldrar eftir að skrá börnin sín inná https://umse.felog.is/ við minnum á frestur til þess að sækja um íþrótta og tómstundastyrk Eyjafjarðarsveitar rennur út 15.des og þ.a.l. kvittun úr Nóra fyrir haustönn. Upplýsingar um hann má finna https://www.esveit.is/is/stjornsysla/skjol-og-utgefid-efni/eydublod/umsokn-um-ithrotta-og-tomstundastyrk-barna

Leiðbeiningar má finna á https://www.greidslumidlun.is/vorurogthjonusta/nori/

Ef einhver vandræði koma upp má hafa beint samband við framkvæmdastjóra UMSE steini@umse.is

Með von um góðar undirtektir

Nóri klár – íþróttastyrkir

Hefðbundin dagskrá hefst hjá félaginu á morgun 21.nóv hjá grunnskólabörnum nema með þeirri einni breytingu frá tímatöflunni að yngstu krakkarnir (1.b til 3.b) byrja kl.12.40 til 13.40 og eldri krakkarnir byrja (4.b til 7.b) byrja kl.14 og eru til kl.15. Þær tímasetningar eru eina breytingin á töflunni okkar til 2. des. 


Nóra kerfið er orðið opið fyrir skráningar á börnum hjá okkur.
Skráningar fara fram hér http://umse.felog.is/

Foreldrar hafa skráningarfrest til 4. des inná Nóra og skiladagur á kvittunum til skrifstofu Eyjafjarðarsveitar er 15.des til að geta nýta sér íþrótta og tómstundastyrkinn fyrir árið 2020. Upplýsingar um hann má finna hér 
https://www.esveit.is/is/stjornsysla/skjol-og-utgefid-efni/eydublod/umsokn-um-ithrotta-og-tomstundastyrk-barna
Ef einhver vandræði verða á kerfinu eða þarf aðstoð við skráningu má hafa samband við framkvæmdastjóra UMSE, Þorstein steini@umse.is


Í gær kom frétt frá ÍSÍ sem er vert að auglýsa hér líka Og má finna hér

Opnað hefur verið fyrir umsóknir á sérstökum íþrótta- og tómstundastyrkjum fyrir börn sem búa á tekjulægri heimilum. Markmiðið er að jafna tækifæri til þátttöku í skipulögðu íþrótta- og tómstundastarfi. Styrkirnir eru óháðir hefðbundnum íþrótta- og tómstundastyrkjum sveitarfélaga. Styrkirnir eru veittir vegna barna sem fædd eru á árunum 2005-2014 og búa á heimili þar sem heildartekjur heimilisins voru lægri en 740.000 kr. að meðaltali á mánuði á tímabilinu mars-júlí 2020. Styrkurinn er 45.000 kr á hvert barn og er talið að um 13.000 börn á landinu öllu eigi rétt á styrknum.

Afreiðsla styrkumsókna er á höndum sveitarfélaga landsins eftir að búið er að kanna rétt til styrksins inni á Island.is. Nánari upplýsingar og leiðbeiningar má sjá hér.

Með von um góðar undirtektir, stjórn Samherja

Önnur hóparöðun

Eftir réttlæta ábendingar þá hentar betur að yngri krakkarnir byrja í salnum eftir skóla meðan skólinn er til 12.40. Við erum öll að reyna aðlagast svo það henti sem flestum, þið umberið þetta þróunarstarf. Fimmtudagurinn og föstudagurinn verður því svona:

Fimmtudagur kl.12.40 til 13.40 yngsta stig körfubolti, kl. 14. Til kl. 15 miðstig körfubolti.

Föstudagur kl12.40 til 13.40 yngsta stig leikir/bolti, kl.14 til kl.15 miðstig Leikir/bolti.

Póstur kemur á morgun með framhaldið til 2.des.