Stórmót ÍR 20.-21. mars

Stórmót ÍR verður 20.-21. mars í Laugardalshöll í Reykjavík. Keppt verður í öllum flokkum 9- 10 ára, 11- 14 ára og 15 ára og eldri. Mótið átti að vera í janúar en var frestað og sett með skömmum fyrirvara.

Þeir sem hafa áhuga á að taka þátt eru beðnir um að hafa samband við Unnar þjálfara fyrir föstudaginn 12. mars. Einn möguleiki er að fara á 15 manna bíl og gista 2 nætur á Cabin-hótel og er kostnaður við það um 13 þús. Einnig geta keppendur farið á eigin vegum.

En Unnar þarf að vita áhugann fyrir föstudag.

Æfingafrí í vetrarfríi

Samherjar halda ekki úti æfingum í vetrarfríi skólans í þessari viku. Þar af leiðandi falla þær niður frá miðvikudegi en hefjast aftur skv. stundaskrá mánudaginn 22. febrúar. Þetta á við um boltatíma, badminton, körfubolta, fótbolta og skák. Borðtennis heldur sínu striki á sunnudaginn með tíma fyrir lengra komna, +60 og byrjendur.

Aðalfundur 3.febrúar

Aðalfundarboð – Ungmennafélagið Samherjar boðar til aðalfundar 3. febrúar kl. 20 í matsal Hrafnagilsskóla. Grímur og spritt verða á staðnum. Dagskrá fundar: 

  1. Kosnir fastir starfsmenn.
  2. Skýrsla stjórnar.
  3. Gjaldkeri leggur fram reikninga.
  4. Umræður um skýrslur og reikninga.
  5. Lagðar fram tillögur að lagabreytingum og aðrar tillögur sem borist hafa til stjórnar og afgreiðsla þeirra.
  6. Kosning stjórnar.
  7. Önnur mál.

Kveðja stjórnin