Til foreldra 5. flokks drengja

Næstkomandi föstudag er leikur á Hvammstanga hjá 5. flokki. Brottför verður frá Hrafnagilsskóla kl 13:30 (Mæting norðan við íþróttahúsið). Að öllum líkindum verður farið á einum 14 manna bíl. Leikurinn verður kl. 17:00 og vonumst við til þess að vera komnir 1 klst. fyrir leik. Halda áfram að lesa: Til foreldra 5. flokks drengja

Samherjar í 2. sæti á N1 mótinu – Jón Smári valinn sóknarmaður deildarinnar

5. flokkur Samherja keppti á N1 mótinu sem fram fór á Akureyri dagana 29. júní til 2. júlí.  Strákarnir kepptu í Frönsku deildinni ásamt 26 öðrum liðum. Liðunum var skipt í 4 riðla og var fyrirkomulagið þannig að tvö efstu liðin úr riðlunum komust áfram og kepptu til úrslita. Við tefldum fram 10 vöskum drengjum en þeir voru Ágúst Máni, Alexander Örn, Baldvin Egill, Benedikt Máni, Davíð Almar, Elmar Blær, Jakob Ernfelt, Jón Smári, Sævar og Valdemar Níels. Þjálfari drengjanna var Tryggvi Heimisson.

Samherjar sigruðu alla leiki í riðlakeppninni nema einn á móti KR sem fór 2-2.
Í undanúrslitum kepptu Samherjar við Hött frá Egilsstöðum og sigruðu 1-0 eftir afar spennandi leik. Í úrslitum kepptu Samherjar aftur við KR. Strákarnir okkar lentu tveimur mörkum undir en eftir magnaða baráttu jöfnuðu þeir þegar lítið var eftir og fór leikurinn 2-2 þegar leiktíma lauk. Var þá gripið til vítaspyrnukeppni sem fór svo að KR sigraði í bráðabana. Á lokahófi keppninnar var Jón Smári Hansson valinn besti sóknarmaður frönsku deildarinnar.
Það var hrein veisla að horfa á þessa 10 efnilegu drengi etja kappi við lið víðsvegar að af landinu.  Þeir voru okkur til sóma innan vallar sem utan.  Við þökkum öllum þeim foreldrum sem aðstoðuðu okkur við skipulagningu með bakstri, skutli og öðru sem þarf til þess að hægt sé að taka þátt í svona löngu og ströngu móti. Einnig þökkum við Tryggva kærlega fyrir að stökkva inn sem þjálfari í afleysingum.

Hans Rúnar og Adda Bára, liðsstjórar

Dagskrá N1 móts 5. flokks Samherja

Þjálfari: Tryggvi Heimisson 898-3325
Liðsstjórar: Hans Rúnar (860-2064) og Adda Bára (867-7684)

 

Miðvikudagur 29. júní

17:00      Mæting hjá drengjunum með 9000 kr. mótsgjald. (innifalið keppnisgjald, matur og bíó)
17:55      Leikur – Samherjar – Reynir Sandgerði (á velli 3).

Strákarnir fá sér að borða strax eftir leik.

ca 19:00 sækja drengina.

Fimmtudagur 30. júní

10:45      Mæting
11:30      Leikur – Samherjar- Breiðablik 2 ( á velli 3)
12:00      Hádegismatur (eftir hád. mat heldur liðsstjóri utan um hópinn fram að næsta leik)
15:00      Leikur – Samherjar – Fjölnir (á velli 3)
17:00      Kvöldmatur
18:30      Leikur – Samherjar – Keflavík ( á velli 1)
19:00      Sækja drengina

Föstudagur 1. júlí

10:45      Mæting
11:30      Leikur – Samherjar – KR. ( á velli 2)
12:00      Hádegismatur
15:00      Leikur – Samherjar – Ægir/Hamar ( á velli 3)
16:00      Borgarbíó (mr. Propers penguins – salur A).
17:30      Sækja drengina v/ Borgarbíó

Laugardagur 2. júlí

Dagskrá auglýst síðar þar sem um úrslitaleiki er að ræða.


Breyting á afhendingu fótboltabúninga

Fótboltabúningarnir koma á þriðjudag, ekki mánudag eins og auglýst var.  Þeir verða  afhentir gegn 4.000,- kr. greiðslu á þriðjudagsæfingunni.

Þeir sem ekki geta nálgast búningana þá eru vinsamlega beðnir um að hafa samband við Anítu (s. 772 7300) eða Málfríði (s. 895 1239).

Fótboltakveðjur, stjórn og fótboltaráð Umf. Samherja.