Aldursflokkamót UMSE í frjálsum íþróttum.

Fréttir hafa borist af því að aldursflokkamót UMSE í frjálsum verði haldið dagana 29. og 30. ágúst en það eru miðvikudagur og fimmtudagur í næstu viku. Takið frá tímann svo við getum fjölmennt og átt skemmtilegar stundir með félögum okkar á Eyjafjarðarsvæðinu við holla hreyfingu og keppni.