Aldursflokkamót í borðtennis!

Næsta laugardag, 2. desember, heldur Íþróttafélagið Akur aldursflokkamót í borðtennis í íþróttahúsinu við Glerárskóla.  Mótið er hluti af mótaröð Borðtennissambands Íslands og auk þess að gefa spilurum góða reynslu þá gefur það stig í heildarstigakeppni vetrarins.

Allir iðkendur Umf. Samherjar eru hvattir til þess að taka þátt í mótinu.  Flest þessi mót eru á suðvesturhorni landsins og því algjört dauðafæri að taka þátt þegar mót er hér á svæðinu.  Mótið er jafnt fyrir byrjendur og lengra komna og sjálfsagt fyrir alla  að taka þátt því svona mót bætir miklu við í reynslubankann.

Keppnistilhögun er í riðlum og síðan útsláttarkeppni upp úr þeim.

Þeir sem vilja taka þátt komi nafni og kennitölu til Sigurðar borðtennisþjálfara fyrir klukkan 16:00 miðvikudaginn 29. nóvember.  Hægt er að skrá sig á æfingunni á morgun eða með tölvupósti á netfangið sigeiriks@gmail.com.

´Mótsboð Akurs er eftirfarandi:

Borðtennisdeild Akurs

Borðtennisdeild Akurs heldur unglingamót
laugardaginn 2. desember 2017 í þróttahúsi Glerárskóla.

Dagskrá mótsins:
Laugardagur 2. des

kl. 10:00 Einliðaleikur hnokka 2007 og yngri
“ “ kl. 10:00 Einliðaleikur táta 2007 og yngri
“ “ kl. 10:00 Einliðaleikur pilta 2005-2006
“ “ kl. 10:00 Einliðaleikur telpna 2005-2006
“ “ kl. 10:00 Einliðaleikur sveina 2003-2004
“ “ kl. 10:00 Einliðaleikur meyja 2003-2004
“ “ kl 10:00 Einliðaleikur drengja 2000-2002
“ “ kl. 10:00 Einliðaleikur stúlkna 2000-2002

Keppnisfyrirkomulagið er þannig að í öllum flokkum er
keppt í riðlum og síðan með einföldum útslætti. Vinna þarf 3 lotur.
Raðað verður í mótið samkvæmt keppnisreglum og styrkleikalista BTÍ.
Verðlaun verða veitt fyrir fjögur efstu sætin í öllum flokkum.
Þátttökugjald í mótið er kr. 1000- greiðist á staðnum
Aðeins er hægt að leika í einum aldursflokki.
Mótsstjórn áskilur sér rétt til að sameina flokka ef færri en 3 eru skráðir í flokkinn

Skráningar: Helgi Þór Gunnarsson s- 8582050 helgig@landsbankinn.is
Elvar Thorarensen s: 8434123 eth@samherji.is

Yfirdómari: Helgi Þór Gunnarsson
Mótsstjórn skipa: Elvar Thorarensen
Hlynur Sverrisson
Helgi Þór Gunnarsson

Síðasti skráningardagur er miðvikudagur 29. nóvember kl. 18:00.
Kennitölur þurfa að fylgja skráningum

Dregið verður í mótið miðvikudaginn
29. nóvember kl. 20:00

Kveðja
Elvar Thorarensen