Akureyrarmót í frjálsum

Það verður Akureyrarmót í frjálsum á næsta sunnudag 11:00-15:00 (sunnudaginn 15. apríl).
9 ára og yngri keppa í þrautum 12:00-13:20 en 10 ára og eldri frá 11:00 í 60m hlaupi, langstökki, skutlukasti, 600m hlaupi (+ kúlu og hástökki 12 ára og eldri)

Skráning fer fram hjá Unnari á frjálsíþróttaæfingu á morgun. Til að skrá þarf að gefa upp kennitölu.

Gert er ráð fyrir að foreldrar fylgi börnum sínum á mótinu.