Æfingatafla vorannar

Slóð á æfingatöflu vorannar má sjá hér til vinstri á síðunni. Taflan er með mjög svipuðu sniði og á haustönn fyrir utan fótboltaæfingarnar sem breytast lítilega.

Eftir áramót munu 5. og 6. flokkur æfa saman á mánudögum og miðvikudögum og 7. flokkur æfir nú einnig á mánudögum og miðvikudögum.

Sérstök athygli er vakin á því að leikjaskóli hefst laugardaginn 4. febrúar en hann verður að þessu sinni í umsjá Dagnýjar Lindu Kristjánsdóttur.

Við hvetjum alla til að skoða nýju töfluna og hafa samband ef frekari upplýsingar vantar.

Bestu kveðjur,

Stjórn Samherja