Æfingagjöld haustönn 2019

Ágætu sveitungar

Í vikunni voru sendar út innheimtukröfur fyrir æfingagjöld krakka fyrir HAUSTÖNN 2019. Bankakrafa er stofnuð fyrir hvert barn en þó án þess að tilgreina nafn barns. Vakni einhverjar spurningar er foreldrum og forráðamönnum bent á að senda póst á samherjar@samherjar.is 

Ágætu sveitungar

Um leið og gjaldkeri afsakar seinaganginn má benda á að aðalfundur UMF Samherja verður í haustannar byrjun þar sem kosið verður í stjórn félagsins og er öllum áhugasömun velkomið að bjóða sig fram í stjórn félagsins. Aðalfundardagsetning verður auglýst síðar í sveitapóstinum og á upplýsingasíðum félagsins. Einnig stendur þetta innheimtufyrirkomulag á tímamótum hjá okkur þar sem við munum innleiða Nóra innan skamms.

Góðar kveðjur,

Stjórn UMF Samherja