Æfingagjöld – greiðslur velkomnar.

Munið æfingagjöldin – en ef ekki þá minnum við ykkur bara á 🙂

Ekki hafa verið sendir út greiðsluseðlar fyrir æfingagjöld vorannar, þ.e. tímabilið janúar – maí 2012. Þeir sem ekki hafa lagt greiðslu inn á reikning okkar eiga von á slíkum seðli nú um mánaðamótin, með eindaga þann 15. nóvember.

Æfingagjöld fyrir haustönn, þ.e. tímabilið september – desember,  verða send út um svipað leyti. Á þeim seðli verður eindaginn 31. desember.

Engin æfingagjöld voru í sumar, þ.e. tímabilið júní – ágúst.

Þeir sem vilja forðast seðilgjöld og slíkan kostnað, geta lagt inn á reikning félagsins 0302-26-000805, kt. 540198-2689. Vinsamlegast sendið póst á gjaldkera félagsins þegar greitt er sigeiriks@gmail.com .

Nánari upplýsingar um æfingagjöldin má sjá á tenglinum “Æfingagjöld” hér til vinstri.

Með bestu kveðjum frá gjaldkeranum.