Æfingafrí í vetrarfríi

Samherjar halda ekki úti æfingum í vetrarfríi skólans í þessari viku. Þar af leiðandi falla þær niður frá miðvikudegi en hefjast aftur skv. stundaskrá mánudaginn 22. febrúar. Þetta á við um boltatíma, badminton, körfubolta, fótbolta og skák. Borðtennis heldur sínu striki á sunnudaginn með tíma fyrir lengra komna, +60 og byrjendur.