Æfingabúðir í borðtennis um helgina – frábært tækifæri

Opnar æfingabúðir í borðtennis
Helgina 24.-25. nóv. ætlar landsliðsþjálfarinn í borðtennis, Bjarni Bjarnason, að koma til okkar og halda hér opnar æfingabúðir í borðtennis. Bjarni hefur verið borðtennisþjálfari frá árinu 2006 og tók við A landsliðinu árið 2009 og hefur séð um það síðan. Bjarni hefur lokið fjölmörgum námskeiðum sem þjálfari og rekið æfingabúðir fyrir byrjendur sem lengra komna, bæði hér heima og erlendis og nú síðast í Svíþjóð þar sem leikmenn frá 5 löndum komu til æfinga og keppni. Öllum nemendum á mið- og unglingastigi í Hrafnagilskóla er velkomið að koma og taka þátt og eru allir sem hafa gaman af að spila borðtennis hvattir til að koma og læra meira og ná betri árangri. Miðstig hefur tíma frá 12:00-14:30. Unglingastig frá 14:30-17:00 (sami tími báða dagana). Þátttökugjald er 500 krónur á mann. Frekari upplýsingar og skráning á siggiah@gmail.com eða í síma 663-2961 Sigurður H.