Æfingabúðir í borðtennis

Laugardaginn 19. og sunnudaginn 20. september verða æfingabúðir í borðtennis í Íþróttamiðstöð Eyjafjarðarsveitar á vegum Umf. Samherjar, Umf. Æskan, UMSE, Akurs og Borðtennissambands Íslands.  Æfingabúðirnar eru fyrir alla aldurshópa og standa frá klukkan 13 – 17 báða dagana.  Það verður hann Bjarni frá borðtennissambandinu sem sér um búðirnar en þær eru samtvinnaðar þjálfaranámskeiði í borðtennis sem verður einnig um helgina.  Það er ágætt að fá skráningar fyrirfram en einnig verður mögulegt að skrá þátttöku á staðnum.  Þátttaka í æfingabúðunum kostar aðeins kr. 2.000 og spaðar verða á staðnum fyrir þá sem ekki eiga.  Nú er rétta tækifærið til að læra undirstöðuatriðin og/eða bæta verulega í getuna.  Sambærilegar æfingabúðir voru hér í fyrrahaust og af þeim var mjög góð reynsla.

Skráningar mega berast á sigeiriks@gmail.com eða með sms eða símtali í síma 821-3240 eða 861-9414.