Aðalfundur umf. Samherja

Því miður var ekki hægt að halda áður auglýstan aðalfund umf. Samherja svo við reynum aftur 🙂

Aðalfundur umf. Samherja verður haldinn þriðjudaginn 22. mars kl. 20:15 í stofu 7 í Hrafnagilsskóla.

Dagskrá fundarins eru hefðbundin aðalfundarstörf en að auki væri gott og gagnlegt að fá umræður um stefnu og markmið félagsins. Við bjóðum alla velkomna á fundinn og eru foreldrar iðkenda sérstaklega hvattir til að mæta.

Þess má geta að búið að er manna stjórn félagsins svo fundarmenn þurfa ekki að óttast að lenda í stjórn frekar en þeir vilja.

Veitingar verða í boði og við vonumst til að sjá sem flesta.

Stjórn umf. Samherja