Að lokinni Handverkshátíð 2014

Fyrir hönd stjórnar Umf. Samherjar vil ég þakka félagsmönnum (stórum og smáum) fyrir mikið og óeigingjarnt vinnuframlag í tengslum við Handverkshátíð þetta árið.  Handverkshátíð er mikilvægasta fjáröflum félagsins og forsenda þess að hægt sé að halda uppi jafn fjölbreyttu og öflugu starfi og raunin er í dag.  Um leið og þeim er unnu fyrir okkur að hátíðinni með einum eða öðrum hætti er þakkað finnst mér ástæða til þess að hvetja hina til góðra verka 🙂 .  Til þess að vinnuálag verði þó ekki meira á hvern einstakling en hann myndi kjósa er mikilvægt að sem allra flestir fullorðnir reyni að koma því þannig fyrir að þeir geti unnið fyrir okkur einn til tvo hálfa daga á hátíðinni.  Þannig vinna margar hendur létt verk og við myndum saman bakgrunn að fjáröflun sem skapar festu og rekstraröryggi til framtíðar.  Það er ekki ofmælt að samstarf okkar við Dalbjörg um veitingasölu og uppsetningu handverkshátíða hefur gjörbreytt starfsemi okkar. Fjölbreytt framboð íþróttagreina með menntuðum þjálfurum og lágum æfingagjöldum gagnast öllum.  Því þurfum við að hlúa að þessu sem best við getum.

Endurtek þakkirnar – það stóðu sig allir frábærlega vel.

Siggi gjaldkeri