Sundmót KR.
Áætlaður kostnaður fyrir ferðina er 10.000kr. innifalið er flug, gisting, matur og skráningargjöld.
Sundmenn þurfa að hafa með sér sundföt, létt íþróttaföt (stuttbuxur/íþr.buxur, stuttermabol og peysu), föt til skiptanna, dýnu eða vindsæng til að sofa á og svefnpoka eða sæng og kodda. Allur matur verður borinn fram í Laugalækjaskóla. Sólarhringsvakt verður í skólanum. Allur farangur keppenda verður á þeirra ábyrgð á meðan á mótinu stendur.

Í veitingasölu sundlaugar verður á boðstólum léttir réttir, samlokur, ávextir, orkudrykkir, kaffi og safar ásamt mörgu öðru á sangjörnu verði. Úr veitingasölu fæst góð yfirsýn yfir laugarsvæðið.