Sundmót KR helgina 10-12. febrúar
Nú er búið að bóka flug fyrir okkur til Reykjavíkur. Farið verður frá Akureyrarflugvelli kl. 13.40 föstudaginn 10. febrúar, mæting amk. hálftíma áður. Svo eigum við flug heim aftur kl. 13.00 sunnudaginn 12. febrúar.

Endanlegur kostnaður er ekki ljós en við hvetjum alla sem eiga harðfisk að halda áfram að selja og koma peningnum til Lilju.
Set inn nánari upplýsingar á morgun, miðvikudaginn 8. febrúar.
bestu kveðjur, Bíbí s. 896 4648