1. mars 2015 fer í sögubækur Samherja

Í dag var fyrsti leikur Umf. Samherja á Íslandsmóti í borðtennis.  Spiluð er norðurlandsdeild í fyrsta skipti í mörg ár og eru liðin frá Akri á Akureyri – 4 lið, Samherjum – 2 lið og Æskunni – 1 lið.  Í dag spiluðu sveitir Samherja innbyrðis og lauk viðureigninni með sigri Samherja enda er það við hæfi í svona sögulegum leik 🙂 .  Sveitirnar í dag skipuðu Jón Elvar Hjörleifsson, Ólafur Ingi Sigurðarson og Jónas Bjork annars vegar og Gísli Brjánn Úlfarsson, Sigurður Ingi Friðleifsson og Sigurður Eiríksson hins vegar. Fleiri iðkendur munu koma að sveitunum í mótinu en svona voru liðin skipuð í dag.  Næstu leikir eru fyrirhugaðir við Akur næsta miðvikudag á þeirra heimavelli og síðan við Æskuna næsta sunnudag hér hjá okkur.