Zumba í sveitinni!

Zumbasveit Umf. Samherja langar að kanna hvort ekki séu fleiri sem vilja iðka Zumba í vetur og dansa við seiðandi og suðræna tóna. Tímarnir sem um er að ræða eru kl 20:00 á mánudögum og fyrsti tíminn verður 14. janúar – með fyrirvara um næga þátttöku.

Áhugasamir hafi samband við Rósu Margréti Húnadóttur á netfangið samherjar@samherjar.is. ATH mikilvægt er að skrá þátttöku á þetta netfang sem fyrst.

Höldum gleðinni gangandi inn í nýja árið!