Vetrarstarfið hafið í öllum greinum sem byrja á B :)

Nú eru boltatímar, borðtennis og badminton byrjuð skv. stundaskrá.

Í dag eru boltatímar á miðstigi klukkan 14 og á elsta stigi klukkan 15.  Borðtennisæfingar hefjast klukkan 18 hjá yngri hóp og klukkan 19 hjá þeim eldri.

Sundæfingar byrja ekki fyrr en þann 8. september og frjálsar íþróttir ekki fyrr en 15. september.

Því miður verður að gera nokkrar breytingar á boltatímum og auglýstir boltatímar fyrir 1. til 4. bekk á miðvikudaginn falla niður.  Verið er að púsla saman nýjum tímasetningum fyrir boltatímana og miðað er við að hver aldurshópur eigi kost á tveimur tímum í hverri viku.  Breytingarnar verða kynntar hér á síðunni eins fljótt og unnt er.