Vetrardagskráin að verða tilbúin.

Nú er unnið hörðum höndum að því að koma saman æfingatöflu vetrarins og ljúka samningum við þjálfara/umsjónarmenn. Vonast er eftir að taflan verði því sem næst fullbúin við skólasetningu á morgunn.

Stefnt er að því að bjóða upp á eftirtalda æfingatíma.

Badminton fyrir alla aldurshópa, miniton fyrir þau minnstu og sérstakan hóp fyrir fullorðna byrjendur og “trimmara”.
Boltatíma fyrir hvort kyn fyrir sig þar sem leiknar verða hinar ýmsu boltaíþróttir, þar á meðal fótbolti. Aldursskipting verður miðuð við Hrafnagilsskóla, þ.e. yngsta stig, miðstig og elsta stig verða saman í tímum.
Borðtennis þar sem verður þjálfari fyrir yngri iðkendur en fullorðnir læra hver af öðrum.
Frjálsar íþróttir – eldri og yngri hópur.
Körfubolti fyrir 14 ára og eldri.
Skáktímar verða á sama tíma og borðtennis. Skákin er fyrir alla, unga sem aldna.
Sund fyrir æfingahópana hornsíli, höfrunga og flugfiska. (16 ára og yngri.)