Æfingar verða skv. sumardagskrá til 23. ágúst. Æfingar hefjast skv. vetrardagskrá 26. ágúst. Við vonumst til að getað dreift vetrardagskrá á skólasetningu, en það á enn eftir að ganga frá nokkrum lausum endum. Þó er ljóst að tímar í frjálsum og badminton verða á sömu tímum og í fyrra. Verið er að leita að nýjum sundþjálfara þar sem Bíbí hefur ákveðið að breyta aðeins til og þjálfa ekki hjá okkur í vetur. Við þökkum Bíbí kærlega frábært starf á undanförnum árum og vonumst til að fá að njóta starfskrafta hennar aftur síðar. Nýjir þjálfarar verða einnig i borðtennis og að hluta í boltatímum, en Ódi getur ekki verið eins mikið hjá okkur í vetur og sl. vetur. Vetrardagskráin verður sett hér inn á síðuna eins fljótt og hægt er.