Vegna íþrótta og tómstundastyrks -frestur rennur út um áramót!

Þeir foreldrar sem eiga eftir að sækja um íþrótta og tómstundastyrk til Eyjafjarðarsveitar (sem er upp að fjárhæð 20.000 kr fyrir árið 2019) og hafa ekki fengið greiðsluseðil fyrir haustönn 2019 geta fengið staðfestingu frá Ungmennafélaginu um iðkun barnins hjá okkur. Þar sem fresturinn rennur út um áramót mun sveitafélagið láta þá staðfestingu gilda þar sem von er á greiðsluseðli. Senda þarf okkur póst á samherjar@samherjar.is um nafn barnsins og umsækjanda og við munum áframsenda hann með okkar staðfestingu á Eyjafjarðarsveit. Umsóknina má finna hér.

Ef eitthvað er óljóst megið þið hafa samband við formann í síma 6936524.