Vaktaplön tilbúin en enn vantar hjálparhendur – sérstaklega þessar smærri.

Vaktaplön fyrir veitingasölu og eldhússtörf á Handverkshátíð hafa litið dagsins ljós. Reynslan sýnir þó að þau geta breyst lítillega. Hægt er að skoða vaktaplönin í eldhúsi Hrafnagilsskóla eða veitingasölu handverkshátíðar eða hafa samband við Ástu 862-1514, Sigga 862-2181 eða Indu 897-6098.

Örlítið verr gengur að raða saman starfskröftum þeirra sem sinna gæslustörfum og sendiferðum og er þar jafnt um að kenna færri starfskröftum og fleiri störfum sökum stærðar hátíðarinnar að þessu sinni. Þeir sem vita af viljugum starfskröftum eru því beðnir að koma þeim í samband við ofanritaða einstaklinga í síma eða hreinlega með því að mæta á staðinn. Það verða engar hendur afþakkaðar.

Sjáumst með blik í auga og bros á vörum.