Útivistarnámskeið

Vikuna 6. – 10. júní á milli kl. 8:00 og 14:00 munu Samherjar bjóða upp á útivistarnámskeið fyrir börn fædd árin 2006-2010. Pinnabrauð, bátagerð, poppað yfir eldi, skordýraskoðun, leikir og fleira.

Leiðbeinendur námskeiðsins eru Halla Hafbergsdóttir og Sigríður Hrefna Pálsdóttir. Vettvangur námskeiðsins verður stór-Hrafnagilssvæðið, Aldísarlundur, skólalóð, íþróttavöllur og nágrenni.

Þátttakendur þurfa að taka með sér hollt nesti að heiman, morgunhressingu og hádegismat.

Námskeiðið kostar 15.000 kr, skráningarfrestur er 1. maí.

Skráning er á netfang hallahafb@hotmail.com . Við skráningu þarf eftirfarandi upplýsingar:

Nafn barns
Nafn greiðanda
Kennitala greiðanda
Símanúmer og nafn forráðamanns

Nánari upplýsingar hjá Höllu 897-2403 og Siggu 866-4741.