Úrslitakeppni í 2. deild BTÍ á morgun

Klukkan 10 í fyrramálið er úrslitakeppni BTÍ í 2. deild liða í borðtennis í íþróttahúsi Glerárskóla.  Þar keppa okkar menn í Samherjum B um sæti í fyrstu deild en í B sveitinni eru þeir Ingvi Stefánsson, Gísli Úlfarsson, Jón Elvar Hjörleifsson, Jóhannes Bjarki Sigurðsson, Rósberg Óttarsson og Sigurður Ingi Friðleifsson.

Endilega mæta og hvetja Samherja áfram.  Það er ekki sjálfgefið að komast í þetta umspil en þeir eru búnir að standa sig geysilega vel síðari hluta vetrar.  Liðið sem þeir keppa við er A sveit BH en hún var taplaus í sínum riðli svo þessi leikir verða afar áhugaverðir á að líta.

Hér er tengill í prýðis frétt Páls Jóhannessonar á akureyri.net um keppnina.

Áfram Samherjar