Upplýsingar fyrir Þorklákshafnarferð

Lagt verður af stað með rútu frá íþróttahúsinu við Hrafnagilsskóla kl 15.30 (ekki 16.00) föstudaginn 7. feb. Keppendur frá TBKA bætast svo við hópinn á Akureyri. Allir sem gista í Þorlákshöfn þurfa að hafa með sér dýnu, rúmföt og annan fatnað. Keppendur þurfa sjálfir að sjá um allan mat í ferðinni, gott að hafa með sér nesti fyrir rútuferðina en á báðum leiðum er gert ráð fyrir einu “kvöldmatarstoppi” þar sem hægt er að kaupa sér eitthvað. Í Þorlákshöfn gistum við í skólastofum og höfum aðgang að ísskáp til að geyma t.d. morgunmat í. Líkt og fyrr greinir, greiða Samherjar keppnisgjöld, rútukostnað og gistingu fyrir alla keppendur.