Unglingamót Þórs, Þorlákshöfn, í badminton

Unglingamót Þórs verður haldið laugardaginn 29. febrúar í Íþróttamiðstöðinni í Þorlákshöfn. Mótið er fyrir börn og unglinga, U9 – U19, í B- og C-flokk. Mótið er opið öllum sem ekki hafa unnið til verðlauna á opnum mótum fyrir félagið sitt eða deild. Mótið hefst stundvíslega kl. 10 og byrjað verður á einliðaleikjum hjá U9-U11.

Í U13 – U19 verður keppt í einliða- og tvíliðaleik, keppnisfyrirkomulag fer eftir þátttöku og áskilur mótstjórn sér rétt til að sameina flokka ef þátttaka er lítil í einstaka flokkum. Mótsgjöld eru 1500 kr í einliðaleik og 1200 kr í tvíliðaleik. Hægt er að fá gistingu í skólanum en hann er við hliðina á íþróttahúsinu. Þeir sem hafa áhuga á gistingu geta haft samband við Sirrý í síma 692-0641, með góðum fyrirvara.

Skráning á mótið er hjá Jóa þjálfara, joikjerulf@gmail.com, en skráningar þurfa að berast í síðasta lagi mánudaginn 24. febrúar.