UFA frjálsíþróttamót í Boganum sunnudaginn 15. apríl

Ungmennafélag Akureyrar heldur UFA mót í Boganum á Akureyri sunnudaginn 15. apríl kl. 12:00-17:00 (húsið opnar kl. 11:15). Mótið er öllum opið og er keppt í aldursflokkum frá 9 ára og yngri og upp í karla- og kvennaflokk. Upplýsingar um keppnisgreinar og flokkaskiptingar má sjá á mótaforriti FRÍ á fri.is eða á þessari slóð http://mot.fri.is/cgi-bin/ritarablod/Dagskramot1842.pdf  Endanleg dagskrá fer á vefinn annaðkvöld.

9 ára og yngri eiga að mæta eigi síðar en kl.11:45 í upphitun þar sem keppni í þrautabraut fer fram frá klukkan 12:00 og stendur yfirleitt yfir í 1 – 2 klst. Þeir foreldrar sem geta eru beðnir að bjóða fram aðstoð sína við framkvæmd þrautakeppninnar.

10 ára og eldri geta valið á milli keppnisgreina. Krakkarnir tóku með sér miða heim í dag með öllum nauðsynlegum upplýsingum.