U.m.f. Samherjar aldursflokkameistarar UMSE 2011

Það er ekki hægt að byrja á því að setja inn fréttir og úrslit frá mótum haustsins án þess að telja til og fjalla sérstaklega um Aldursflokkamót UMSE sem haldið var dagana 31. ágúst og 1. september á Þórsvellinum við Hamar á Akureyri. En Samherjar hlutu 322 stig og sigruðu því stigakeppnina. Smárinn hlaut 287 stig, Svarfdælir 176 stig, Æskan 124 stig og Reynir 108 stig. Nánari upplýsingar um úrslit stigakeppni félaganna má sjá hér http://mot.fri.is/cgi-bin/ibmot/stigakeppni1730.htm og nánari upplýsingar um einföld úrslit keppenda (þrjú efstu sætin í hverri grein) má sjá hér http://mot.fri.is/cgi-bin/ibmot/media/vmot1730.htm .

Sveinborg Katla Daníelsdóttir sigraði stangarstökkið í kvennaflokki og stökk yfir 2,90 metra, hún varð önnur í 800 metra hlaupi á tímanum 3:07,12 og þriðja í hástökki þar sem hún stökk yfir 1,29 m.

Guðbjörg Ósk Sveinsdóttir sigraði spjótkastið í sínum aldursflokki og kastaði hún 35,52 metra, hún sigraði einnig langstökkið og stökk 5,03 metra. Þá varð hún önnur í 100 metra hlaupi á tímanum 13,87 sek.

Hermann Sæmundsson sigraði bæði 800 metra hlaupið í karlaflokki á tímanum 2:22,77 og 800 metra hindrunarhlaupið á tímanum 2:25,26. Þá varð hann annar í bæði hástökki (1,65 m) og langstökki (5,10 m).

Ágúst Örn Víðisson sigraði 600 metra hlaupið í flokki pilta 14 – 15 ára á tímanum 1:43,00. Hann varð annar í 800 metra hindrunarhlaupi á tímanum 2:27,28 og þriðji í 100 metra hlaupi á tímanum 13,71 sek.

Jón Smári Hansson sigraði í boltakasti í flokki pilta 10 – 11 ára og kastaði 38,13 metra. Hann varð annar í hástökki (1,16 m) og 400 metra hlaupi á tímanum 77,04 sek. Þá tók hann þriðja sætið í bæði langstökki (3,82 m) og 60 metra spretthlaupi á tímanum 9,65 sek.

Ragnar Ágúst Bergmann ákvað að halda sig við annað sætið á mótinu í flokki pilta 12 – 13 ára. En hann varð annar í langstökki (4,28 m), kúluvarpi (10,06 m) og 60 metra spretthlaupi á tímanum 8,91 sek.

Kolbrá Brynjarsdóttir var önnur í stúlknaflokki 10 – 11 ára í kúluvarpi og kastaði 6,06 metra.

Guðmundur Smári Daníelsson varð annar í spjótkasti í flokki pilta 12 – 13 ára og kastaði 33,58 metra. Hann varð síðan þriðji í 600 metra hlaupi á tímanum 2:09,13 mínútum.

Fjölnir Brynjarsson 13 ára varð í þriðja sæti í 600 metra hlaupi á tímanum 1:59,0 mínútum.

María Rós Magnúsdóttir varð í þriðja sæti í boltakasti stúlkna 10 – 11 ára og kastaði 27,38 metra.

Ágúst Máni Ágústsson varð í þriðja sæti í hástökki pilta 10 – 11 ára þegar hann stökk yfir 1,11 metra.

Hans Rúnar Snorrason gerði sér lítið fyrir og kom annar í mark í karlaflokki í 800 metra hlaupi, en hann hljóp á tímanum 3:06,86 mínútur.

U.m.f Samherjar unnu síðan hvert boðhlaupið á fætur öðru og hér fyrir ofan eru ekki þeir taldir upp sem urðu í 4. sæti eða aftar þó að þeir hafi náð að safna stigum fyrir félagið sitt. En við óskum öllum þeim sem tóku þátt í mótinu til hamingju með árangurinn sinn. Nánari upplýsingar um úrslit finnið þið á mótaforriti FRÍ http://mot.fri.is/cgi-bin/ibmot/urslitib1730D1.htm og http://mot.fri.is/cgi-bin/ibmot/urslitib1730D2.htm .

Bestu þakkir eru færðar þeim foreldrum og öðrum velunnurum íþróttarinnar eða iðkendanna
sem sáu sér fært að leggja hönd á plóg til að gera þetta mót framkvæmanlegt.

Bestu kveðjur, Jóhanna Dögg.

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *

*