Tímatafla vorannar er tilbúin.

Tímatöflu vorannar má sjá hér til hliðar. Einungis smávægilegar breytingar eru á töflunni frá því á haustönn. Sundtími og blaktími fullorðinna falla út sökum engrar mætingar. Skák verður einungis einu sinni í viku en ekki tvisvar eins og var. Borðtennis er nú í boði fyrir yngsta stig á föstudögum. Spil og fleiri leikir eru í boði á mánudögum og þriðjudögum í samfellu við boltatíma og frjálsar íþróttir.  Borðtennistímar miðstigs og elsta stigs færast einum klukkutíma framar þriðjudaga og fimmtudaga og fullorðinstímarnir lengjast.

Töfluna má sjá í heild sinni hér til vinstri og það er góð hugmynd að prenta hana út og setja hana á ísskápinn.  Og allir í fjölskyldunni eru Samherjar.