Til foreldra 5. flokks drengja

Næstkomandi föstudag er leikur á Hvammstanga hjá 5. flokki. Brottför verður frá Hrafnagilsskóla kl 13:30 (Mæting norðan við íþróttahúsið). Að öllum líkindum verður farið á einum 14 manna bíl. Leikurinn verður kl. 17:00 og vonumst við til þess að vera komnir 1 klst. fyrir leik. Þetta verður langur tími og því mikilvægt að taka með sér gott nesti. Gott væri ef drengirnir væru með 1000 kr. í bensínpening og pening fyrir kvöldmat því við stefnum að því að koma við á Blönduósi og borða þar eftir leikinn. Heimkoma verður um kl. 22:00.
Kveðja, Adda Bára og Hans R.

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *

*