Sundnámskeið fyrir börn fædd 2014

Ungmennafélagið Samherjar stendur fyrir sundnámskeiði fyrir 6 ára börn, árgang 2014. Námskeiðið byrjar mánudaginn 17. ágúst. Um er að ræða fimm skipti frá og með 17. ágúst til og með 21. ágúst. Kennt er eftir hádegi og gert er ráð fyrir 1 klst. Fyrri hópur kl 14-15 og seinni hópur kl 15-16.

Þjálfari er Rannveig Þórunn Unnsteinsdóttir. Verð er 10.000 kr fyrir barn.

Vinsamlegast skráið þátttöku á netfangið samherjar@samherjar.is með nafni og kt barnsins og nafniog kt forráðamanns (greiðanda). Mæting í anddyri sundlaugarinnar. Gott er að mæta tímanlega.Með kveðju
Stjórn Umf. Samherja