Sundmót á Dalvík

Sunddeild Samherja ætlar eins og fyrri ár að skella sér til Dalvíkur á sundmót.  Sundmótið er ætlað öllum sem æft hafa hjá okkur í vetur.

Sundmót sem Lions hreyfingin á Dalvík styrkir verður laugardaginn 11. maí nk.

Keppt verður í Sundlaug Dalvíkur sem er 25m * 12 m útilaug með fimm brautum.

Veittir verða verðlaunapeningar fyrir 1., 2. og 3. sæti í öllum greinum nema hnokka- og hnátuflokki. Í hnokka- og hnátuflokki fá allir þátttakendur verðlaun.

Skráningagjöld eru 350 kr. fyrir einstaklingsgreinar.

Ég geri ráð fyrir að við sameinumst í bíla og eigum skemmtilega og árangursríkan dag 🙂

 

Vinsamlegast verið búin að tilkynna þátttöku til mín í síðasta lagi 29. apríl nk.

Hægt er að senda mér upplýsingar á netfangið bibi@krummi.is eða í s. 896 4648

Bestu kveðjur, Bíbí