Sundmót á Dalvík 15. maí

Sundmót sem Lions hreyfingin á Dalvík styrkir verður sunnudaginn 15. maí nk. Upphitun hefst kl. 10.00 og mót kl. 10.45. Keppt verður í öllum aldursflokkum. Um mótslok er ekki vitað svo ég mæli með að taka hollt og gott nesti með.
Skráning á mótið fer fram á morgun þriðjudaginn 10. maí á æfingatíma.
Farið verður á einkabílum svo það er um að gera að safna saman í bíla.
Nánari upplýsingar í s. 896-4648, Bíbí

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *

*