Sumarið er komið – ný æfingatafla

Ný stundaskrá tók gildi hjá Samherjum þann 1. júní. Stefnt er að því að hún gildi út ágúst.

Í sumar er boðið upp á æfingar í öllum aldursflokkum fótbolta og er sama tímasetning á æfingum fyrir bæði kyn í öllum flokkum nema meistaraflokki. Þjálfarar skipta síðan innan æfingarinnar í smærri hópa eftir kynjum eða styrkleika eins og hentar.  

Frjálsar íþróttir eru í boði fyrir alla aldurshópa. Sérstaklega er vakin athygli á nýjunginni “Fjölskyldan í frjálsar” á fimmtudagskvöldum. Þar er stefnt að því að börn og fullorðnir komi saman á skemmtilega æfingu á frjálsíþróttavellinum þar sem hver æfir eins og honum hentar.

Hjólakvöld eru á mánudagskvöldum og badmintonæfingar eru tvisvar í viku, þó án þjálfara þannig að yngri börn verða að koma í fylgd og á ábyrgð foreldra.

Vegna góðrar þátttöku félaga í fjáröflunum er félaginu mögulegt að bjóða upp á þessa sumardagskrá án æfingagjalda.

Sjá nánar á æfingatöflu sumarsins en það er tengill á hana hér til vinstri. 

Verið nú dugleg að mæta á æfingar.  Heilbrigð sál í hraustum líkama.