Sumaræfingum á vegum félagsins lýkur föstudaginn 19. ágúst.
Verið er að setja saman æfingatöflu haustannar sem verður birt hér á heimasíðunni innan skamms. Hún tekur gildi frá og með fimmtudeginum 1. september.
Um leið og við þökkum góða þátttöku í starfi félagsins í sumar vonum við að sem flestir taki þátt áfram í vetur.
Stjórnin