Styrkir til keppnisferða

UMF Samherjar fengu í vor úthlutað styrk til barna og unglingastarfs frá Samherja ehf.

Stjórn hefur ákveðið að nýta þetta fjármagn til að styrkja iðkendur félagsins til keppnisferða  innanlands.

Einstaklingar fá að hámarki úthlutað kr. 10.000 á ári.   Umsóknir sendist til gjaldkera félagsins, Sigurðar Eiríkssonar sigeiriks@gmail.com.  Í umsókn þarf að koma fram á hvaða mót var farið, nafn, kennitala og bankaupplýsingar þátttakanda eða forráðamanns.

Stjórnin