Stundaskrá vetrarins – enn nokkrir endar lausir.

Þar sem enn er óráðið með þjálfara í einni grein og annar hefur ekki aðstöðu til að staðfesta tímasetningar er stundaskrá vetrarins óklár ennþá.

Stundaskrá vetrarins hefst þann 1. september og verður auglýst í tölvupósti og hér á síðunni fyrir þann tíma. Sund, badminton og körfubolti byrjar þó jafnhliða skólabyrjun.

Drög að töflu gera ráð fyrir eftirfarandi tímum:

Frjálsar íþróttir. Á þriðjudögum og fimmtudögum er yngri aldurfsflokkur milli 14 og 15 og eldri aldursflokkur milli 15 og 16:30.

Badminton. Miniton, fyrir 5 – 8 ára ásamt foreldri, er milli 10 og 11 á laugardögum. Börn 9 – 15 ára æfa á miðvikudögum milli 17 og 18 og á laugardögum milli 11 og 12. Nýr flokkur fullorðinna byrjenda og “trimmara” æfir á miðvikudagskvöldum milli 20 og 21 og á sunnudögum milli klukkan 19 og 20. Meistaraflokkur í badminton æfir á miðvikudögum milli 19 og 20 og á sunnudögum milli klukkan 20 og 21. Opinn tími fyrir báða æfingahópa  fullorðinna er á laugardögum milli 12 og 13.

Körfubolti fyrir 15 ára og eldri er á miðvikudögum milli 21 og 22 og sunnudögum milli 11 og 12.

Borðtennis verður á þriðjudögum og fimmtudögum og eru börn, 5. – 10 bekkur, milli 20 og 21 en fullorðnir milli 21 og 22.

Skákæfingar eru á þriðjudögum og fimmtudögum milli 20 og 22.

Sundæfingar eru áætlaðar milli 16:30 og 17:00 á mánudögum og fimmtudögum fyrir hornsílin, sem eru yngstu iðkendurnir, í sex vikur nú í haust og aftur í vor. Höfrungarnir, sem er næsti æfingahópur við æfir frá 15 – 16 mánudaga og fimmtudaga í allan vetur. Flugfiskarnir æfa síðan frá 15 – 16:30 á mánudögum, 15:30 – 17 á miðvikudögum og 15 – 16:30 á fimmtudögum. Fullorðnir fá síðan sína æfingu milli 11 og 12:30 á laugardögum.  Sundæfingar hefjast strax við skólabyrjun.

Boltatímar eru áætlaðir aldursskipt í yngsta stig, miðstig og elsta stig fyrir hvort kyn fyrir sig. Tímasetningar þessara æfinga eru ennþá óljósar.

Athugið að ofangreindar tímasetningar geta tekið breytingum. Stundataflan verður auglýst og henni dreift til ykkar eins fljótt og kostur er.