Strandamót Promens var haldið sl. laugardag á Árskógsvelli í blíðskaparveðri. Það voru 24 lið sem mættu til leiks og eins og venjulega var leikgleðin og gamanið í fyrirrúmi.
Samherjar sendu tvö lið á mótið, eitt í sjöunda flokki og eitt í áttunda flokki. Bæði liðin stóðu sig með mikilli prýði og gaman var að fylgjast leikjum liðanna. Það er því óhætt er að segja að framtíðin sé björt hjá Samherjum 🙂
Hér að neðan má sjá mynd af þessum glæsilegu liðum.
