Strandamót 2011

Viðbót fim. 21.júlí. Enn er leikjaplanið ekki komið á hreint en það verður sett hér inn á heimasíðuna þegar það verður til.
Hittumst hálftíma fyrir fyrsta leik. Ekki gleyma 2000 kr mótsgjaldinu. (Gunnur s. 862-4453)

Eins og áður hefur verið auglýst verður Strandamótið haldið næsta laugardag, 23. júlí, þar sem keppt verður í 7. fl. (börn fædd 2003 og 2004) og 8. fl (börn fædd 2005-2006). Mótið fer fram á Árskógsvelli og hefst keppni klukkan 9:30 og er áætlað að henni ljúki fyrir kl. 15. Þátttökugjaldið er kr. 2.000 á barn og innifalið í því eru léttar veitingar í mótslok ásamt glaðningi. Farið verður á einkabílum en fólk er eindregið hvatt til að safna saman í bíla.

Samherjar hafa skráð lið til keppni, eitt í hvorum flokki, en miðað við þátttöku á æfingum á ekki að vera neitt því til fyrirstöðu að það gangi. En til að hafa nú allt á hreinu biðjum við foreldra að skrá börn sín, í síðasta lagi á æfingu á fimmtudag.

Ef einhverjar spurningar vakna má heyra í Norbert á æfingu eða hringja í Gunný í síma 862-4453.

Nú er bara um að gera að smyrja nesti, klæða sig eftir veðri og taka góða skapið með 😉

 

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *

*