Stórmót ÍR í Laugardalshöll helgina 27.-29. janúar

Nú vantar okkur upplýsingar um hverjir ætla að fara á Stórmót ÍR svo hægt verði að sjá kostnaðinn við ferðina. Allir iðkendur UMSE fara saman á þetta mót. Aðstaðan í Laugardalshöll er eins og best er á kosið og þetta er frábær “æfingaferð” fyrir Meistarmót Íslands (MÍ 11 – 14 ára) sem haldið verður í Laugardalshöll síðustu helgina í febrúar.
Ætlunin er að fara suður með rútu föstudaginn 27. janúar og koma til baka sunnudaginn 29. janúar. Ferðin er með öllu (rúta, gisting, matur, vallarnesti, þjálfarar og fararstjórar). Þeir foreldrar sem geta séð sér fært að fara með í ferðina eru beðin að láta Ara, Unnar eða Jóhönnu Dögg vita.
Þeir sem hugsa sér að fara eru vinsamlega beðnir að skrá sig sem allra fyrst á blogginu hjá Ara, hjá Unnari þjálfara eða hjá Jóhönnu Dögg. Skráningin er samt ekki bindandi og það er ekki greitt fyrr en mætt er í rútuna.
Allar upplýsingar um mótið eru á blogginu http://jonasari.blogcentral.is/

Kveðja,
Jóhanna Dögg.