Stórmót ÍR verður 20.-21. mars í Laugardalshöll í Reykjavík. Keppt verður í öllum flokkum 9- 10 ára, 11- 14 ára og 15 ára og eldri. Mótið átti að vera í janúar en var frestað og sett með skömmum fyrirvara.
Þeir sem hafa áhuga á að taka þátt eru beðnir um að hafa samband við Unnar þjálfara fyrir föstudaginn 12. mars. Einn möguleiki er að fara á 15 manna bíl og gista 2 nætur á Cabin-hótel og er kostnaður við það um 13 þús. Einnig geta keppendur farið á eigin vegum.
En Unnar þarf að vita áhugann fyrir föstudag.