Smábæjarleikar, lokaútkall :)

Þá erum við búin að fullmanna liða í 6. og 7. flokki, hörkulið í báðum flokkum þó svo að nokkra snillinga vanti.  Við náðum ekki að manna lið í 5. flokki að þessu sinni en það er allt í lagi, gerum það bara seinna.

Gjaldið fyrir Smábæjarleikana, kr. 8500, þarf að greiða inn á reikning Samherja sem er 302-26-805 kt. 540198-2689.

Við erum með gistiaðstöðu á Blönduósi, sennilega í skólahúsnæði, fyrir 14 manns.  Þeir sem vilja geta nýtt sér það, allnokrrir ætla að vera í tjöldum eða ámóta harðræði 🙂

Leikjaplanið er ekki komið inn á heimasíðu leikana, við setjum það hér inn um leið og það verður klárt.

Þeir sem eiga Samherjabúning mega endilega taka hann með en við verðum með aukaeintök fyrir þá sem ekki eiga búning.

Síminn hjá Óda er 898-5558, endilega hafið samband ef það er eitthvað.